Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
4.3.2012 | 12:17
Það verður að kjósa nýja stjórn
Í skoðannakönnun hjá Gallup kom það í ljós að ríkisstjórnarflokkarnir hafa minn fylgi samanlagt heldur en Sjálfstæðisflokkurinn, þetta hljóta að vera skilaboð til stjórnarflokkanna að fólkið í landinu vill breytingar.
Vinstri flokkarnir hafa algjörlega klúðrað tækifæri sínu til þess að sannfæra þjóðina um að þeirra aðferðir við að stýra landinu séu betri og hafa svikið öll loforð um gagnsæi í störfum sínum. Þjóðin vill frekar fá Sjálfstæðisflokkinn aftur í stjórn þrátt fyrir að trúa því að hann beri stærsta ábyrgð á flestu sem hér fór úrskeiðis sem leiddi til hrunsins sem hér varð.
Stærsta áhyggjuefnið hlýtur samt að vera að innan við helmingur aðspurðra vildi kjósa þá flokka sem í boði eru. Almenningur hefur algjörlega misst traust sitt á störfum þingsins og á meðan fólkið sér ekki árangurinn sem ríkisstjórnarflokkarnir halda fram að hér hafi náðst mun reiðin í þjóðfélaginu halda áfram að aukast og andlegt ástand þjóðarinnar versna með degi hverjum.
Þjóðin verður að fá að kjósa sem fyrst.
Segir Alþingi orkulaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2012 | 21:19
Og enn lýgur hann
Það er ekkert að marka hvað þessi maður segir orðið, hann man ekki lengur hverju hann er búinn að ljúga og virðist ekki komast frá nokkru viðtali án þess að upp komist um lygi. Hversu lengi á þjóðin að þurfa að hlusta á þetta rugl?
Ríkisstjórnina burt!
Tilnefningarnar klárar eða ekki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.3.2012 | 21:15
Landsbankinn okkar?
Nú ætlar Landsbankinn að halda áfram að senda út greiðsluseðla þrátt fyrir að búið sé að dæma vaxtarreikning á gengislánum ólöglega. Hvernig getur það verið að bankinn sem er í eigu þjóðarinnar kemst upp með að haga sér svona gagnvart lántakendum.
Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin gerir ekkert til þess að stöðva þetta rugl? Hversu lengi á þjóðin að þurfa að sitja undir þessu rugli?
Hér stefnir allt hraðbyri í aðra kreppu og ef ekkert verður að gert verður annað hrun hér innan 5 ára, það er klárt mál. Verðbólgan vex og krónan lækkar meira og meira í hverjum mánuði og verðlagið á öllum nauðsynjavörum rýkur uppúr öllu valdi og það eina sem ríkisstjórninni dettur í hug að gera er að hækka skatta og gjöld og þar með vísitöluna með.
Alþingi er algjörlega máttlaust og þingmenn halda áfram að eyða tíma sínum í mál sem skipta ekki nokkru máli fyrir íbúa þess lands og sjá ekki viðvörunarmerkin sem sjást í flestum spám og allir í kringum okkur hafa áhyggjur af, m.a hið æðislega ESB sem annar ríkisstjórnarflokkurinn sér ekki sólina fyrir.
Sundrung í nýju stjórnmálaafli sem margir vonuðu að yrði ný von í stjórnmálum landsins minnir helst á vinnubrögðin á þingi þar sem baktjaldamakk og bakstungur virðast daglegt brauð.
Kosningar strax!
Sendir áfram út óbreytta innheimtuseðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
Af mbl.is
Innlent
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
- Fullvissa ferðamenn um að hér sé öruggt
- Flogið á milli ljósaskipta
- Beint: Kosningafundur eldri borgara með frambjóðendum
- Tafir á þjónustu vegna ágreiningsmála um þjónustu
Erlent
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust