Leita í fréttum mbl.is

Það verður að kjósa nýja stjórn

Í skoðannakönnun hjá Gallup kom það í ljós að ríkisstjórnarflokkarnir hafa minn fylgi samanlagt heldur en Sjálfstæðisflokkurinn, þetta hljóta að vera skilaboð til stjórnarflokkanna að fólkið í landinu vill breytingar.

Vinstri flokkarnir hafa algjörlega klúðrað tækifæri sínu til þess að sannfæra þjóðina um að þeirra aðferðir við að stýra landinu séu betri og hafa svikið öll loforð um gagnsæi í störfum sínum. Þjóðin vill frekar fá Sjálfstæðisflokkinn aftur í stjórn þrátt fyrir að trúa því að hann beri stærsta ábyrgð á flestu sem hér fór úrskeiðis sem leiddi til hrunsins sem hér varð.

Stærsta áhyggjuefnið hlýtur samt að vera að innan við helmingur aðspurðra vildi kjósa þá flokka sem í boði eru. Almenningur hefur algjörlega misst traust sitt á störfum þingsins og á meðan fólkið sér ekki árangurinn sem ríkisstjórnarflokkarnir halda fram að hér hafi náðst mun reiðin í þjóðfélaginu halda áfram að aukast og andlegt ástand þjóðarinnar versna með degi hverjum.

Þjóðin verður að fá að kjósa sem fyrst.


mbl.is Segir Alþingi orkulaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sverrir Ómar Ingason
Sverrir Ómar Ingason
Námsmaður og fyrrum millistéttarauli
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband