Leita í fréttum mbl.is

Landsbankinn okkar?

Nú ætlar Landsbankinn að halda áfram að senda út greiðsluseðla þrátt fyrir að búið sé að dæma vaxtarreikning á gengislánum ólöglega. Hvernig getur það verið að bankinn sem er í eigu þjóðarinnar kemst upp með að haga sér svona gagnvart lántakendum.

Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin gerir ekkert til þess að stöðva þetta rugl? Hversu lengi á þjóðin að þurfa að sitja undir þessu rugli?

Hér stefnir allt hraðbyri í aðra kreppu og ef ekkert verður að gert verður annað hrun hér innan 5 ára, það er klárt mál. Verðbólgan vex og krónan lækkar meira og meira í hverjum mánuði og verðlagið á öllum nauðsynjavörum rýkur uppúr öllu valdi og það eina sem ríkisstjórninni dettur í hug að gera er að hækka skatta og gjöld og þar með vísitöluna með.

Alþingi er algjörlega máttlaust og þingmenn halda áfram að eyða tíma sínum í mál sem skipta ekki nokkru máli fyrir íbúa þess lands og sjá ekki viðvörunarmerkin sem sjást í flestum spám og allir í kringum okkur hafa áhyggjur af, m.a hið æðislega ESB sem annar ríkisstjórnarflokkurinn sér ekki sólina fyrir.

Sundrung í nýju stjórnmálaafli sem margir vonuðu að yrði ný von í stjórnmálum landsins minnir helst á vinnubrögðin á þingi þar sem baktjaldamakk og bakstungur virðast daglegt brauð.

Kosningar strax! 


mbl.is Sendir áfram út óbreytta innheimtuseðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sverrir Ómar Ingason
Sverrir Ómar Ingason
Námsmaður og fyrrum millistéttarauli
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband