15.2.2012 | 19:48
Loksins loksins
Þá hefur vaxtahluti hina svokölluðu Árna Páls laga verið dæmdur ólöglegur og þarf enn á ný að endurreikna gengistryggð lán almennings og fyrirtækja.
Hversu mörg mistök mun þessi blessaða ríkisstjórn komast upp með að gera áður en hún er send heim? Vonandi er fólk búið að fá nóg.
Hversu margar fjölskyldur hafa misst heimili sín eða bifreiðar á uppboði vegna rangt reiknaðra lána á grundvelli þessara laga?
Hverjar eru líkurnar á því að einhver taki ábyrgð á þessu rugli frekar en öðru sem gerst hefur í þessu landi?
Til hamingju allir sem beðið hafa eftir niðurstöðu í þessu máli og vonandi tekur minni tíma heldur en síðast að reikna þessi blessuðu lán.
Ætli ríkisstjórnin hafi vit á því að setja lög sem stöðva fjármálafyrirtækin í því að hirða eigur fólks sem bíður eftir niðurstöðu úr sínum málum?
Vonum það besta.
Endurreikna þarf öll lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einhvern vegin hef ég á tilfinningunni að stóru bankarnir komi samt til með að sýna fram á bókfærðan hagnað á þessum ársfjórðung.
valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 20:37
Já það er örugglega rétt hjá þér Valgeir, það er ótrúlegt sem hægt er að gera með flottum excel útreikningum. Einnig er ég viss um að þetta verði ekki svo stórar upphæðir að þær hafi teljandi áhrif á bankakerfið.
Sverrir Ómar Ingason, 15.2.2012 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.