Leita í fréttum mbl.is

Á þetta að vera grín?

Ólína þú hlýtur að vera að grínast!

Verðbólgan á uppleið, vanskil aukast, gjaldþrotum og uppboðum fjölgar og þú dirfist að reyna að ljúga svona að fólki.

Á sama tíma og því er haldið fram að atvinnuleysi fari minnkandi hafa aldrei fleiri verið á framfæri sveitarfélagana, öryrkjum fjölgar hratt og fjöldi námsmanna sem lifir á lánum frá LÍN eykst stórlega vegna þess að átak hefur verið í gangi til að koma fólki af atvinnuleysisbótum og á námslán.

Fleiri þúsund einstaklinga sækja vinnu erlendis til þess að framfæra fjölskyldu sinni á Íslandi og þú heldur að kreppan sé búin!

Á næstu mánuðum munu þeir sem frystu íbúðalán sín í þrjú ár í upphafi hruns fá fyrsta greiðsluseðilinn og mun stór hluti þessa fólks ekki geta greitt þann reikning, er kreppan búin hjá þessu fólki?

Ríkisstjórn þessa lands virðist ætla að halda áfram að drulla yfir almenning og koma fram við fólk eins og fífl og virðast fjármálastofnanir þessa lands ætla að gera það líka.

Ég held að það sé kominn tími til að almenningur rísi upp og mótmæli þessu rugli af hörku.

Ríkisstjórnina burt!


mbl.is „Kreppan er nefnilega búin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála!!!

anna (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sverrir Ómar Ingason
Sverrir Ómar Ingason
Námsmaður og fyrrum millistéttarauli
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband