Leita í fréttum mbl.is

Hagvöxtur???

Stöðugar yfirlýsingar sitjandi ríkisstjórnar um hagvöxt og batnandi efnahagsástand eiga því miður ekki við rök að styðjast.

Þær tölur sem Steingrímur og Jóhanna fela sig á bak við eru allt meira og minna óstaðfestar bráðabirgðartölur sem ekki standast nánari skoðun og er hækkandi verðbólga skýrt merki um það.

Stöðugt fækkar vinnandi fólki á Íslandi og mun þetta ástand halda áfram að versna á meðan þessi svokallaða ríkisstjórn situr við völd.

Farsi og ekkert annað er það sem fólki er boðið uppá frá Alþingi okkar Íslendinga og eru þar þingmenn stjórnarandstöðunnar ekkert betri en þingmenn stjórnarflokkanna. Frumvörp sem hafa ekkert með hag þjóðarinnar að gera og endalaust karp um hvað er hverjum að kenna hefur algjörlega steingelt þessa stofnun og verður þetta að breytast sem allra fyrst á meðan einhver möguleiki er á því að forða landinu frá öðru hruni.

Það nýjasta er að Jóhanna heldur því fram að Samfylkingin þurfi ekki að kvíða næstu kosningum þar sem hennar ríkisstjórn mun verða þekkt sem stjórnin sem kláraði málin. Þetta hlýtur að sanna það að forsætisráðherra landsins er algjörlega veruleikafirrtur. Annað hvort það eða hún var að reyna að segja brandara sem gekk því miður ekki upp.

Nú hefur Steingrímur öll völd í nýju atvinnumálaráðuneyti sem á bara eftir að stækka á komandi mánuðum, því miður hef ég ekki trú á því að þetta verði til þess að fjölga störfum á landinu né flýta fyrir þeim verkefnum sem nú þegar eru í vinnslu.

Það eina sem ég get ráðlagt ykkur kæru samlandar er að vona það besta en undirbúa ykkur undir það versta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sverrir Ómar Ingason
Sverrir Ómar Ingason
Námsmaður og fyrrum millistéttarauli
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband